Sölvi Avó Höf. 

Vegan Pumpkin Latte – UPPSKRIFT


Í tilefni hrekkjavöku og alþjóðlega vegan dagsins ákváðum við á Gló að hanna sérstakan vegan kaffidrykk fyrir Tonic barinn sem bæri keim af þessari litríku og skemmtilegu hátíð sem nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi. Ég fór í málið, gerði alls kyns tilraunir og útkoman varð þessi ótrúlega góði drykkur: Pumkin latte eða Graskers latte. Drykkurinn hefur slegið í gegn og verður því áfram til sölu á TONIC BARNUM í Fákafeni. En fyrir þá sem ekki komast daglega til okkar í Fákafenið þá fylgir hér uppskriftin af þessum GÓMSÆTA kaffidrykk sem tryllir bragðlaukana og gefur orku. Allt í drykkinn fæst í verslun GLÓ í Fákafeni

Uppskrift

250ml Möndlumjólk (flóuð)

2x Espresso

3 msk Grasker Purré

2 msk Hlynsýróp

dash Engiferduft

dash kanill

dash cayenne

Leiðbeiningar

Byrjið á að flóa möndlumjólkina og hella upp á tvo espresso.  Setja svo allt í blandara; mjólkina, kaffið, Pumpkin mix, krydd og sýróp og blanda loks vel saman.


VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

Sölvi Avó

14902895_10153891489237233_4130338710155102951_o

  • 30. október, 2016
  • 0
Sölvi Avó
Sölvi Avó
Um höfund

Sölvi Avo Pétursson útskrifaðist með BSc í Næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hann er einnig menntaður hláturjóga leiðbeinandi og er því eins skonar Næringarþerapisti með meistaragráðu í leikgleði. Avo skynjar mikilvægi þess að dreifa heilsuboðskapnum og hefur sótt fjölda námskeiða með helstu heilsufræðingum landsins og víðar. Hann trúir á mátt hráfæðis sem hann hefur unnið við að skapa í Noregi, Kaliforníu og nú á Gló í Fákafeni, þar sem hann sér um Tonic Barinn.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hnetusteik – leiðbeiningar
04. desember, 2019
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
Gómsætar Kúrbítsnúðlur
20. maí, 2017
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
Vegan Súkkulaðibitakökur – UPPSKRIFT
21. desember, 2016
Chia búðingur með hnetusmjöri og sultu
27. september, 2016