Á jólum er um að gera að eiga einnig til hollari útgáfu af smákökum sem eru lífrænar, vegan og innihalda engan hvítan sykur. Þessar eru sérlega gómsætar úr smiðju okkar eigin Sollu:
INNIHALD:
2½ dl kókosolía – við stofuhita (má nota vegan smjör til helminga)
3 dl kókospálmasykur
4 dl fínt malað spelt
1 tsk vanilluduft
1 tsk matarsódi
½ tsk sjávarsalt
2-3 msk vökvi (t.d. kókosmjólk eða önnur jurtamjólk)
2 dl heslihnetur, þurrristaðar og smátt saxaðar
150 g 71% dökkt vegan súkkulaði, saxað
AÐFERÐ:
Byrjið á að rista heslihneturnar í ofni við 160°C í 10-15 mín. Gott er að setja þær síðan inn í viskastykki og nudda skinnið af.
Setjið kókosolíu og kókospálmasykur í hrærivél og hrærið saman í 15-20 mín eða þar til orðið „flöffý“.
Setjið kókosolíu og kókospálmasykur í hrærivél og hrærið saman í 15-20 mín eða þar til orðið „flöffý“.
Bætið þá vökvanum og vanillu út í og hrærið smávegis.
Bætið spelti, matarsóda og salti út í og rétt hrærið saman, bara stutt.
Handhrærið að lokum ristuðum heslihnetum og súkkulaðibitum út í.
Búið til rúllu úr deiginu og geymið í kæli í 2 klst eða þar til deigið er orðið kalt og stíft.
Setjið bökunarpappír á ofnplötu, forhitið ofninn í 170°C.
Skerið deigið í skífur (eða notið teskeið við að setja deig-kúlur á plötuna). Kökurnar fletjast vel út svo passið að hafa gott bil á milli.
Bakið við 170°C í 8-10 mín.
Takið bökunarpappírinn af ofnplötunni og látið kólna áður en þið freistist til að smakka.
Fyrir þau ykkar sem ekki ná að baka þá eru til nýbakaðar vegan súkkulaðibitakökur í verslun Gló í Fákafeni og einnig tilbúið deig!
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU OG GLEÐILEG JÓL!
GLÓ