Sölvi Avó Höf. 

Vertu „Bulletproof“


Við höfum boðið uppá Bulletproof Kaffi frá því að við opnuðum í Gló Fákafeni og fengið frábærar viðtökur. Sjálfur drekk ég þetta kaffi reglulega og hef tekið eftir mjúkum og endingargóðum áhrifum þess. Fyrir þá sem ekki vita hvað Bulletproof Kaffi er, þá eru þetta sérvaldar kaffibaunir, ræktaðar og unnar til að verða fyrir sem minnstum áhrifum af eitrun og myglu, sem getur oft verið mikil í kaffiframleiðslu. Kaffidrykkurinn er svo blandaður með 2 msk af ósöltuðu smjöri og MCT kókosolíu (eða Bulletproof Brain Octaine olíu) sem er olía unnin úr kókosolíu og inniheldur enga transfitu, gefur orku eins og kolvetni en hækkar ekki insúlínið.

Það er svo til heil bók skrifuð af “biohackernum” og frumkvöðlinum Dave Asprey sem heitir Bulletproof Diet (sjá myndskeið neðar í grein). Undanfarið hef ég verið að lesa hana og kynna mér hvað það mataræði snýst um, sem er ekki bara kaffi.

Síðastliðnar tvær vikur höfum svo ég og annar heilsuáhugamaður, félagi minn hann Sölvi Tryggvason fylgt þessu mataræði með góðum árangri.

Frá Sölva Tryggva:

10428669_10152885366401665_2684001669559092811_n

„Mín upplifun er sú að koffínið fari hægar út í blóðið út af fitunni og dreifist því yfir lengri tíma og er því einbeitingin meiri og
endist lengur en ef drukkið sé venjulegt kaffi. Þetta mataræði snýst af mörgu leiti um að koma líkamanum í ástand sem heitir Ketósa. Ketósa er ástand sem líkaminn fer í þegar hann er sveltur af kolvetnum í nokkra daga. Þá fer hann að ganga á fitubirgðirnar og allar blóðsykurs-sveiflur hætta. Enda er þetta aðferð sem er oft notuð af vaxtarræktarmönnum rétt fyrir mót.“

Með bulletproof matarræði ertu í raun að halda líkamanum frá kolvetnum í 18 tíma á dag, enginn matur eftir kl. 20:00 á kvöldin og engin kolvetni fyrir kl. 14:00 á daginn. Þannig nær maður í raun hálfgerðu ketósu-ástandi án þess að þurfa að taka öll kolvetni út. Með því að borða þau bara á þessum 6 tíma glugga á milli tvö og átta á daginn.


14 Skref Bulletproof Mataræðisins:

 1. Taktu út allan sykur (líka ávaxtasafa, sport drykki, hunang og agave)
 2. Skiptu út sykri fyrir góða fitu eins og ósaltað smjör, ghee og kókosolíu (einnig mælt með MCT og Bulletproof Brain Octaine oil)
 3. Taktu út allt glútein (brauð, morgunkorn, pasta)
 4. Taktu út allt korn, soja, grænmetis- og canola olíur. Líka olíur eins og hörfræ-, hamp- og hnetuolíur.
 5. Engin aukaefni, bragðefni, litarefni og að sjálfsögðu ekki aspartame eða MSG.
 6. Neyttu mikið af kjöti sem er lífrænt,villt eða beint frá býli eins og nauta, lamb eða hreindýrakjöt. Einnig fisk, skelfisk og egg.
 7. Taktu út að mestu baunir og hnetur. Ef notað þá leggja í bleyti, spíra (gerja) og elda þær.
 8. Taktu út allar gerilsneyddar og fitusprengdar mjólkurvörur. Óunnin og hrá mjólkurvara getur verið í lagi fyrir flesta.
 9. Ítrekað að allar dýraafurðir séu náttúrulegar og nærist á sinni náttúrulegu fæðu (grasi). Að dýrin séu veidd villt, eins og fiskur og hreindýr. Kjúklingur í lagi úr hamingjusömum hænum.
 10. Skiptu yfir í lífræna ávexti og grænmeti. Þetta getur verið mikilvægara með sumt en annað.
 11. Eldaðu matinn ljúflega og varlega. Notaðu vatn ef hægt er (sjóða), ef steikt, steikja á lágum hita. Alls ekki nota örbylgjuofn!
 12. Mælt er með því að borða einungis 1-2 ávexti á dag. Þá frekar ávexti með lítið af frúktósa eins og ber, sítrónur, vatnsmelónur og epli.
 13. Farðu varlega í kryddin, notaðu frekar fersk krydd eins og timían, rosemary, kóriander og steinselju.
 14. Njóttu matarins!

Þetta mataræði er hægt að fara á tímabundið eða til lengri tíma. Þetta er í grófum dráttum mataræði byggt á 50-60% fitu, eitthvað af próteini og kolvetnin koma að mestu eða öllu leyti frá grænmeti. Lítið mál er að fasta tímabundið (e. intermittent-fasting) á rúmlega 400 kaloríu bulletproof kaffibolla til kl 14:00 á daginn (miðað við að þú vaknir 8:00), og það er jafnvel hægt að fá sér annan ef maður vill. Ein kjarngóð fitu- og próteinrík máltíð yfir miðjan daginn, og jafnvel önnur um kvöldið eða gæða sér á einhverju sem passar inní mataræðið ef að annríki leyfir ekki tvær máltíðir.

Ég aðhyllist venjulega grænmetisfæði og hráfæði en hef á þessu tímabili bætt inn nautakjöti, villtum laxi og bleikju, eggjum úr frjálsum hænum og miklu af smjöri. Það sem ég hef einnig haldið í eru valhnetur, chia fræ og avocado (sem er vel Bulletproof). Ég hef verið vel nærður, 18 tíma fösturnar farið vel í mig og kaffið haldið mér orkuríkum og með góða einbeitningu.

SÖLVI AVÓ ÁSAMT SÖLVA TRYGGVA MUN HALDA BULLETPROOF NÁMSKEIÐ ÞANN 25. MARS ÞAR SEM ÞEIR MUNU KYNNA ÞETTA MATARÆÐI BETUR OG HUGMYNDAFRÆÐINA ÞAR Á BAKVIÐ. SMELLTU TIL AÐ VITA MEIRA.

Skráning á námskeiðið hér:
https://www.enter.is/order/ZKL7BqvCQCyz7pzQQ

Stjörnurnar og Bulletproof:

 

 • 31. ágúst, 2015
 • 0
Sölvi Avó
Sölvi Avó
Um höfund

Sölvi Avo Pétursson útskrifaðist með BSc í Næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hann er einnig menntaður hláturjóga leiðbeinandi og er því eins skonar Næringarþerapisti með meistaragráðu í leikgleði. Avo skynjar mikilvægi þess að dreifa heilsuboðskapnum og hefur sótt fjölda námskeiða með helstu heilsufræðingum landsins og víðar. Hann trúir á mátt hráfæðis sem hann hefur unnið við að skapa í Noregi, Kaliforníu og nú á Gló í Fákafeni, þar sem hann sér um Tonic Barinn.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Djúspakkar Gló – leiðbeiningar
26. september, 2019
Morgundjamm í Fákafeni
17. apríl, 2018
BORÐAÐU BETUR – yfir daginn!
27. ágúst, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
Heilbrigður skammtur af sjálfselsku
12. maí, 2017
GLÓARINN: GUNNDÍS
23. mars, 2017
Djúsdagur Huldu B Kraftlyftingakonu
13. febrúar, 2017
Glóandi jólagjafahugmyndir
19. desember, 2016
Jólamatur grænkera
16. desember, 2016